MAGNUS heilsuvörur
Karfa 0
OCuSOFT Oust Demodex froða

MAGNUS heilsuvörur

OCuSOFT Oust Demodex froða

4.659 kr.

- Hreinsið hvarmana með OCuSOFT Lid Scrub -

OCuSOFT Demodex froðan er áhrifarík leið til að meðhöndla augnvandamál á borð við hvarmabólgu og Demodex.

OCuSOFT Demodex froðan er öflug vara með tea tree oliu til meðhöndlunar á hvarmabólgu, frjókornaofnæmi og óhreinindum í augnlokum og á augnhvörmum. Við daglega notkun dregur varan úr einkennum hvarmabólgu og hefur jafnframt bakteríudrepandi eiginleika.

Pumpan er sérhönnuð til að gefa frá sér fullkomið magn í sérhvert skipti. 

OCuSOFT Demodex froðan er nógu mild til að hægt sé að nota hana daglega en nógu sterk til að meðhöndla mjög þráláta hvarmabólgu.

 

Hvað er Demodex?

Demodex eru mítlar sem geta sýkt augnsvæðið og valdið hvarmabólgu og augnþurrki. Demodex folliculorum og Demodex brevis eru almennt taldir vera saklausar samlífislífverur húðarinnar en við mikinn fjölda þeirra geta þeir valdið hvarmabólgu og augnþurrki.

Talið er að mítlarnir nærist á útþekjufrumum í hársekkjum og fitukirtlum sem leiði til vanstarfsemi þeirra og þar með ójafnvægis í fitulagi tárafilmunnar og bólgu á yfirborði augans. Einnig er talið að mítlarnir sjálfir og afurðir þeirra virki ónæmiskerfi hýsilsins með tilheyrandi bólgusvörun.


Deila þessari vöru


Meira frá þessum flokk

Sale

Unavailable

Sold Out