Þurr augu - Gervitár
Dropar og gel án rotvarnarefna í stakhylkjum sem hægt er að loka og í 10 ml glösum sem má nota í 3 mánuði eftir opnun.
VISMED inniheldur alls engin rotvarnarefni. Þar af leiðandi hefur það ekki ertandi áhrif á augnvefi.
VISMED er einstök vara sem hefur verið þróuð sérstaklega til meðferðar á augnþurrki. Droparnir innihalda hýalúronsýru sem er smurolía náttúrunnar og finnst víða í mannslíkamanum.
VISMED myndar náttúrulega tárafilmu á yfirborði hornhimnunnar sem endist lengi á auganu.